Sprengdi hraðbanka með dýnamíti

Maðurinn setur dýnamíttúpuna inn í hraðbankann.
Maðurinn setur dýnamíttúpuna inn í hraðbankann. Skjáskot af Sky

Meðlimur í brasilísku þjófagengi gerðist stórtækur er hann notaði dýnamít til að brjótast inn í hraðbanka. Myndbandi úr eftirlitsmyndavél af atvikinu hefur verið dreift víða. 

Í fyrstu notar þjófurinn kúbein til að brjóta gat á hraðbankann. Því næst stingur hann dýnamít-túpu inn og kveikir í. Að því búnu tekur hann til fótanna. Rétt eins og í teiknimyndunum brennur kveikiþráðurinn upp, túpan springur og reykur gýs upp. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem glæpagengið sem pilturinn tilheyrir notar þessa aðferð. Í júní voru fimm menn hnepptir í varðhald eftir að í fórum þeirra fundust 45 kg af sprengiefni. Slíkt magn hefði að sögn lögreglunnar dugað til að sprengja sér leið inn í 120 hraðbanka.

Vitað er til þess að hópurinn hafi brotist inn í 11 hraðbanka í sumar með þessari aðferð sinni.

Frétt Sky.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Z-cyd5W7IPA" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert