Góður blundur gulls ígildi

Fólk ætti að leggja sig á hverjum degi.
Fólk ætti að leggja sig á hverjum degi. mbl.is/Eggert

Eflaust kannast margir við þá yndislegu tilfinningu sem fylgir því að leggja sig um miðjan dag. Koma heim úr skóla eða vinnu og hlamma sér upp í sófa og hvíla lúin bein.

Oft hefur verið litið á þetta sem leti en samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu hjartalækna í London getur „blundur á dag“ lækkað blóðþrýstinginn og minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall. Independent greinir frá þessu.

Rannsakendur sáu að þeir sem lögðu sig voru með 5% lægri blóðþrýsting að meðaltali en þeir sem lögðu sig ekki. 

Rannsóknin fann einnig tengingu á milli þess hversu lengi fólk lagði sig og háþrýstings. Þeir sem lögðu sig í klukkutíma voru með besta og heilbrigðasta blóðþýstinginn.

„Að leggja sig um miðjan dag eru nánast forréttindi í nútímanum vegna vinnuálags og lítils tíma sem fólk hefur. Rannsóknin okkar bendir á að góður blundur lækkar ekki aðeins blóðþrýsting, heldur eru lengri lagningar jafnvel enn betri fyrir fólk,“ sagði Manolis Kallistratos, hjartasérfræðingur, sem stjórnaði rannsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert