Með meira fylgi en Syriza

Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis.
Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis. AFP

Gríski hægriflokkurinn Nýtt lýðræði mælist með meira fylgi en vinstriflokkurinn Syriza, sem farið hefur með stjórn Grikklands frá því í þingkosningunum í byrjun ársins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Kosningar fara fram að nýju í landinu 20. september.

Fram kemur í frétt AFP að þetta sé í fyrsta sinn sem Syriza mælist ekki með mest fylgi en Nýtt lýðræði hefur 25,3% fylgi samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir sjónvarpsstöðina Mega, en það er elítið meira en það fylgi sem Syriza nýtur. Leiðtogi Nýs lýðræðis nýtur einnig meira fylgis en leiðtogi Syriza, Alexis Tsipras, eða 44,3% gegn 41,9%.

Þriðji vinsælasti flokkurinn er fasistaflokkurinn Gullin dögun með 5,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert