Skildu soninn eftir á hótelinu

AFP

Bresk hjón voru handtekin á miðvikudaginn fyrir að yfirgefa 17 ára son sinn á hótelherbergi á Majorca eftir að hann neitaði að fara heim til Bretlands með þeim. Fólkið var á leiðinni með rútu út á flugvöll eftir að hafa verið í fríi á eyjunni þegar drengurinn neitaði að koma með þeim.

Fram kemur á fréttavef Daily Telegraph að hjónin hafi verið handtekin á flugvellinum á leiðinni heim með þremur yngri börnum sínum án sonarins. Börnin voru tekin af hjónunum og í kjölfarið voru þau dæmd í árs skilorðsbundið fangelsi á fimmtudaginn eftir að hafa viðurkennt brotið. Þau fengu síðan börnin afhent á nýjan leik og heimilað að halda heim á leið.

Samkvæmt dómnum ákváðu hjónin að halda út á flugvöll án sonar síns eftir að hann neitaði að koma með þeim. Þau hafi skilið hann eftir þrátt fyrir að vita að hann hefði ekki þak yfir höfuðið og án þess að sjá til þess að hann hefði það sem þyrfti til þess að sjá um sjálfan sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert