Neyðarástand í N-Kaliforníu

Heimili verður eldinum að bráð. Myndin er tekin í Norður-Kaliforníu …
Heimili verður eldinum að bráð. Myndin er tekin í Norður-Kaliforníu í gær. AFP

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Norður-Kaliforníu þar sem skógareldar hafa gert það að verkum að nokkur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín. Fleiri en 5.500 slökkviliðsmenn reyna að hafa hemil á eldunum sem hafa brennt rúmlega 40 hektara á svæðinu.

Einn er látinn í skógareldunum og þá hafa fjórir slökkviliðsmenn þurft að leita á sjúkrahús með annars stig bruna. Eldarnir brenna á átta stöðum en tveir þeirra hafa brunnið í tæplega viku og virðast slökkviliðsmenn ekkert nær því að ráða niðurlögum þeirra.

Miklir þurrkar, vindar og hiti halda eldunum við efnið og hefur fjöldi heimili eyðilagst síðustu daga auk þess sem rúmlega sex þúsund heimili eru í hættu. Þá hefur einnig þurft að loka vegum vegna eldanna.

Frétt mbl.is: Skógareldar geisa í Kaliforníu

Fleiri en 5.500 slökkviliðsmenn reyna að hafa hemil á eldunum.
Fleiri en 5.500 slökkviliðsmenn reyna að hafa hemil á eldunum. AFP
Slökkviliðsmenn reyna að bjarga heimili í Siegler Springs í Kaliforníu.
Slökkviliðsmenn reyna að bjarga heimili í Siegler Springs í Kaliforníu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert