Pútín vill hitta Elton John

Vladimir Putin vill tala við Elton John.
Vladimir Putin vill tala við Elton John. EPA

Vladimír Pútín hefur hringt í söngvarann Elton John og lagt til að þeir hittist og ræði saman. Sá síðarnefndi vill gjarnan ræða við forsetann um viðhorf hans gagnvart réttindum hinsegin fólks sem hann hefur sagt vera fáránleg. Þetta kemur fram í frétt BBC. 

Söngvarinn féll nýlega fyrir hrekk tveggja rússneskra hrekkjalóma sem töldu honum trú um að Pútín hefði hringt í hann.

Að sögn Dmitry Peskov, talsmanns forsetaskrifstofunnar, hefur forsetinn nú í alvöru haft samband við söngvarann. Sagðist hann meðal annars vonast til þess að söngvarinn hefði ekki móðgast við hrekkinn.

Rússnesk yfirvöld hafa verið harðlega gangrýnd vegna laga er snúa að hinsegin fólki í landinu, þar á meðal lög sem voru samþykkt árið 2013 og banna að börn og unglingar undir 18 ára fái upplýsingar um samkynhneigð.   

Frétt mbl.is: Vill enn ræða við Pútín

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert