Fær Merkel Friðarverðlaun Nóbels?

Angela Merkel kanslari Þýskalands er dáð af mörgum flóttamönnum enda …
Angela Merkel kanslari Þýskalands er dáð af mörgum flóttamönnum enda einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hefur tekið af skarið í móttöku flóttafólks AFP

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, þykir líklegust til þess að hljóta Friðarverðlaun Nóbels í ár en tilkynnt verður um handhafa Nóbelsverðlaunanna í næstu viku. Það eru viðbrögð Merels við flóttamannavandanum sem vakið hafa heimsathygli, þar á meðal hjá verðlaunanefndinni. Eins hafa aðgerðir hennar í tengslum við Úkraínu áhrif. 

Á mánudag verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og svo fylgja önnur verðlaun koll af kolli. En yfirleitt eru það Bókmenntaverðlaun Nóbels og Friðarverðlaun Nóbels sem vekja mesta athygli.

Alls bárust 276 tilnefningar til friðarverðlaunanna í ár. Norska Nóbelsnefndin birtir aldrei listann heldur leyfir sérfræðingum og öðrum að ræða það hverjir eigi möguleika á að hljóta verðlaunin. Tilkynnt verður um hver það verður föstudaginn 9. október. 

Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóri Friðarrannsóknarmiðstöðvarinnar í Ósló (PRIO), er einn fárra sérfræðinga sem lætur hafa eftir sér opinberlega hver sé líklegastur. „Angela Merkel mun fá Friðarverðlaunin,“ sagði hann við fréttamenn í Ósló í gær. 

Auk Merkel er ríkisstjórn Kólumbíu, liðsmenn FARC nefnd til sögunnar sem og rússneska dagblaðið Novaya Gazeta fyrir sjálfstæða fréttaumfjöllun í andstöðu Pútíns, Rússlandsforseta.

i

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert