Fyrrum lögreglustjóri eftirlýstur

AFP

Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þeir sem veita þeim upplýsingar sem leiða til handtöku fyrrum lögreglustjóra og fjögurra annarra hljóti 500.000 Bandaríkjadali að launum eða um 63,5 milljónir íslenskra króna. Fólkið sem lýst er eftir eru talin tengjast máli frá því í fyrra þegar að 43 námsmenn hurfu.

Felipe Flores Velazquez var lögreglustjóri í borginni Iguala þegar að námsmennirnir hurfu þaðan 26. september á síðasta ári. Ekki liggur fyrir hvernig hinir sem eftirlýstir eru tengjast málinu.

Flores Velazquez flúði borgina stuttu eftir að námsmennirnir hurfu. Að sögn saksóknara í málinu skutu lögreglumenn að rútum námsmannanna og drápu sex manns. Lögregla afhenti meðlimum Guerreros Unidos eiturlyfjagengisins hina nemendurna og voru þeir myrtir og lík þeirra brennd.

Flores Velazquez er frændi fyrrum borgarstjóra Iguala, Jose Luis Abraca, en hann var handtekinn á síðasta ári fyrir að hafa fyrirskipað lögreglu að ráðast á námsmennina. Rúmlega hundrað manns hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Fyrri fréttir mbl.is:

Viss um að fólkið sé látið

Allt á suðupunkti í Mexí­kó

„Kennið þeim lex­íu“

Ættingi eins nemandans sem myrtur var af meðlimum glæpagengis. Ættingjar …
Ættingi eins nemandans sem myrtur var af meðlimum glæpagengis. Ættingjar fólksins hafa krafist réttlætis. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert