Parið beitti barnið ekki ofbeldi

Barnið skorti D-vítamín og merst auðveldlega.
Barnið skorti D-vítamín og merst auðveldlega. AFP

„Við fórum með barnið okkar á sjúkrahús í leit að hjálp og þau stálu barninu af okkur.“

Þetta segja foreldrar barns sem tekið var af þeim fyrir þremur árum eftir að talið var að þau hefðu beitt ungbarn sitt ofbeldi. Þegar parið, sem býr í Bretlandi, kom með barnið á spítalann blæddi úr munni þess. 

Nú þykir sannað að foreldrarnir hafi ekki beitt barnið ofbeldi og vilja þau fá barnið aftur en það var ættleitt eftir að hafa verið í umsjón félagsmálayfirvalda. Foreldrarnir segjast ætla að berjast af öllu afli til að fá að barnið til sín á ný.

Karissa Cox og Richard Carter eru bæði 25 ára. Þegar þau komu með barnið á sjúkrahúsið blæddi úr munni þess, mar var á líkama barnsins og þá fundust áverkar við röntgenmyndatöku sem gátu bent til þess að það hefði verið beitt ofbeldi nokkru áður.

Læknar ráðlögðu að barnið yrði tekið af foreldrunum um tíma. Síðar var ákveðið að þau hefðu ekki lengur forsjá yfir barninu og var það ættleitt. Nú ætla foreldrarnir aftur á móti að höfða mál til að ógilda ættleiðinguna.

Sérfræðingar komust að því að barnið glímir við sjúkdóm sem gerir það að verkum að það merst auðveldlega. Þá skorti barnið líka D-vítamín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert