Tóku upp klámmynd í skóla

Alexander Hamilton High School hefur margsinnis verið vettvangur kvikmyndatöku, en …
Alexander Hamilton High School hefur margsinnis verið vettvangur kvikmyndatöku, en skólaatriði í þáttunum um ungmennin í Beverly Hills, 90210 voru m.a. tekin upp þar

Yfirvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum hafa lagt tímabundið bann á allar kvikmyndatökur í skólum borgarinnar eftir að það kom í ljós að upptökur á klámmynd fóru fram í einum þeirra.

Talsmaður skólayfirvalda sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sl. fimmtudag, að það væri mikilvægt að það yrði ekki truflun á skólastarfinu og að einvörðungu kvikmyndatökur sem væru viðeigandi og við hæfi færu þar fram.

Fréttastöðin NBC4 í Los Angeles greindi frá því, að klámmynd, sem kom út árið 2012, hefði verið tekin upp í Alexander Hamilton High School. Stöðin segir einnig að nektaratriði hefðu verið tekið upp á bílastæði fyrir utan skólabygginguna. 

Samtökin FilmL.A., sem veita kvikmyndaverum leyfi til að taka upp myndefni, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og þeir upplýstir um bannið sem höfðu hugsað sér að taka upp myndefni í skólum borgarinnar. 

Skólakerfið í Los Angeles hefur notið góðs af því að leyfa upptökur í skólum, en það er talið hafa skilað skólunum um 10 milljónum dala á undanförnum fimm árum, en það samsvarar um 1,3 milljörðum króna. 

Skólayfirvöld segja að þau hafi fengið rangar upplýsingar frá umræddu framleiðslufyrirtæki og að þau hefðu aldrei gefið grænt ljós á klámmyndaupptökur í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert