Sex háhýsi sprengd samtímis

Mikið ryk þyrlaðist upp við sprengingarnar.
Mikið ryk þyrlaðist upp við sprengingarnar. Skjáskot af Youtube

Hundruð íbúa í Glasgow fylgdust með og fögnuðu er sex háhýsi voru jöfnuð við jörðu. Húsin voru sprengd samtímis en áætlunin gekk þó ekki fyllilega eftir.

Til stóð að sprengingarnar myndu duga til að jafna húsin því sem næst við jörðu. Sú varð ekki raunin. Þegar rykið féll kom í ljós að fjölmargar hæðir tveggja húsa stóðu enn. Því mun þurfa að koma með stórar vinnuvélar á svæðið til að rífa húsin.

Í frétt Sky um málið segir að áhorfendur hafi klappað og hrópað af fögnuði er húsin voru sprengd. Þau voru reist á sjöunda áratugnum en hafa lengi verið þyrnir í augum íbúa í nágrenninu. Til stóð að rífa þau í fyrra og hafa þau staðið auð síðan. Nýjar íbúðir verða byggðar á svæðinu.

The demolition of the final six blocks of Glasgow's Red Road flats didn't go quite to plan: trib.al/CZQ2XPR

Posted by Sky News on Monday, October 12, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert