Skildu hann eftir til þess að deyja

Tommy Ward er áttræður en hann var barinn svo hrottalega …
Tommy Ward er áttræður en hann var barinn svo hrottalega að fjölskylda hans þekkti hann ekki aftur. Myndir sem fjölskyldan hefur dreift

Innbrotsþjófar skildu Tommy Ward, áttræðan fyrrverandi hermann, eftir til þess að deyja. Þeir höfðu 30 þúsund pund, ævisparnað hans, upp úr krafsinu. Mjög er fjallað um mál Wards í breskum fjölmiðlum en fjölskylda hans birti myndir af illa leiknu andliti hans á samfélagsvefjum um helgina. 

Samkvæmt frétt Sky er Ward höfuðkúpubrotinn, rifbeinsbrotinn og með brákaðan kjálka. Hann var sex klukkustundir á skurðarborðinu en það blæddi m.a. inn á heilann. Ekki er hægt að segja til um það á þessari stundu hvaða bata hann nær.

Dóttir hans, Jackie Perry, segir í viðtali við Sky að hann hafi verið óþekkjanlegur eftir árásina sem gerð var á heimili hans í Maltby, South Yorkshire. Tveir nítján ára piltar eru í haldi lögreglu grunaðir um morðtilraun og innbrot. 

Eftir að myndir voru birtar af honum í fjölmiðlum var sett af stað söfnun á netinu og á einum sólarhring hafa yfir 7.500 pund safnast fyrir Ward. Fjölskylda hans er hrærð yfir því hvernig almenningur hefur brugðist við en Ward bjó einn eftir að eiginkona hans lést fyrir fjórum árum. Ólíklegt er að hann geti nokkurn tíma snúið heim aftur. 

Frétt Sky

Söfnunarsíðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert