Birta mynd af þriðja manninum

Mohammad al-Mahmod
Mohammad al-Mahmod Franska lögreglan

Franska lögreglan birti í dag mynd af þriðja manninum sem sprengdi sig upp fyrir utan þjóðarleikvang Frakka fyrir rúmri viku. Maðurinn er sagður hafa farið um grísku eyjuna Leros með flóttafólki 3. október ásamt öðrum árásarmanni.

Aðeins er búið að bera kennsl á einn af mönnunum þremur, tvítuga Frakkann Bilal Hadfi sem bjó í Belgíu.

Maðurinn framvísaði vegabréfi með nafninu Mohammad al-Mahmod við komuna til Grikklands. Hann fór því næst ásamt öðrum manni sem einnig er grunaður um að hafa átt þátt í árásunum með ferju til hafnarinnar Piraeus á Grikklandi.

Enn er leitað að hinum 26 ára Salah Abdeslam sem talinn er vera sá eini af árásarmönnunum í París sem lifði af. Hann er talinn vera í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert