Leitað á yfir 300 stöðum

Frá Place de la Republique í París
Frá Place de la Republique í París LOIC VENANCE

Sérsveitir frönsku lögreglunnar hafa gert um þrjú hundruð húsleitir í París og úthverfum borgarinnar frá hryðjuverkunum 13. nóvember, segir lögreglustjórinn í París, Michel Cadot.

Í fréttinni var fyrst talað um að 300 hafi verið handteknir en nú hefur AFP fréttastofan sent frá sér leiðréttingu. Mbl.is biðst afsökunar á þessu.

Alls var leitað á 298 stöðum, segir Cadot en í fyrri frétt AFP var talað um að 298 væru í varðhaldi og 71 í stofufangelsi.

Alls eru 10.200 lögreglumenn og 6.400 hermenn að störfum á götum úti í París og nágrenni. Mest er eftirlitið á flugvöllum, samgöngumiðstöðvum, stórum opinberum svæðum, stjórnarbyggingum, menningarhúsum, fjölmiðlafyrirtækjum og sjúkrahúsum. Áfram gildir hækkað viðbúnaðarstig sem sett var á í kjölfar hryðjuverkanna sem kostuðu 130 lífið.

„Við höfum séð nokkur skilaboð frá Daesh (Ríki íslams) sem hafa verið send út á netinu og greinilega beinast gegn Frakklandi.“

Að sögn Cadot hafa verið gerðar nokkrar árásir af hálfu rasista og andstæðinga íslams en engin þeirra sé mjög alvarleg. Hann þakkar Frökkum fyrir að sýna ábyrgð og virða lýðræðið.

Vegna þess að viðbúnaðarstig hefur verið hækkað í París og nágrenni munu skólabörn ekki fá að taka þátt í loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í næstu viku skammt fyrir utan borgina.

Champs Plaisants hverfið
Champs Plaisants hverfið FRANCOIS NASCIMBENI
Frá leikvanginum í Nice
Frá leikvanginum í Nice VALERY HACHE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert