Danir segja nei

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag. AFP

Samkvæmt útönguspá sem hefur verið birt á vef danska ríkisútvarpsins, þá hafa Danir hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu að falla frá undanþágu sinni frá þátttöku í samstarfi ríkja Evrópusambandsins á sviði lögreglu- og dómsmála sem þeir fengu fyrir rúmum tveimur áratugum síðan eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála sambandsins.

Samkvæmt útgönguspánni hafa 53,3% sagt nei en 46,7% sagt já.

Lars Lokke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur hvatt kjósendur til þess að samþykkja að undanþágan verði gefin eftir enda snúist það um að veita lögreglunni og stjórnvöldum betri vopn í baráttunni gegn glæpum. „Ef við horfum til Parísar sjáum við að við verðum að vinna saman,“ sagði hann við blaðamenn í dag samkvæmt frétt AFP.

Kjósa um nánari tengsl við ESB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert