Gæti farið í fangelsi fyrir að deila mynd

Bhumibol Adulyadej konungur.
Bhumibol Adulyadej konungur. Af Wikipedia

27 ára Taílendingur á yfir höfði sér allt að 32 ára fangelsisdóm fyrir að hafa deilt mynd af konungi landsins á Facebook.

Thanakorn Siripaiboon var handtekinn á heimili sínu eftir að hann deildi mynd af Bhumibol Adulyadej konungi. Á myndina var búið að setja tölfræði um spillingu í landinu. Um 600 vinir Siripaiboon gátu þar með séð myndina.

Samkvæmt taílenskum lögum er hægt að dæma fólk í allt að 18 ára fangelsi fyrir að móðga kónginn. Sá er orðinn 88 ára. 

En Siripaiboon gerði gott betur en að deila myndinni, hann „lækaði“ hana líka. Því braut hann lögin tvisvar og gæti endað í fangelsi í 32 ár. 

Siripaiboon hefur játað sök, segir í frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert