Síðasta ár það langhlýjasta í heiminum

Kirsuberjatrén blómstruðu í Lundúnum 18. desember
Kirsuberjatrén blómstruðu í Lundúnum 18. desember AFP

Síðasta ár var það langhlýjasta í heiminum frá árinu 1880, að því er fram kemur í skýrslu sem bandaríska haf- og loftslagsstofnunin NOAA birti í gær. Stofnunin segir að meðalhitinn á yfirborði jarðar hafi verið 0,9°C meiri en meðalhitinn á öldinni sem leið. Síðasta ár sló fyrra hitamet frá árinu 2014 með meiri mun en nokkur dæmi eru um frá því að mælingar hófust og stofnunin segir það kynda undir áhyggjum vísindamanna af því að loftslagsbreytingarnar í heiminum séu að verða hraðari en áður.

Síðasta ár var það fjórða á öldinni sem setti nýtt hitamet. „Frá árinu 1997, sem var þá hlýjasta ár frá því að mælingar hófust, hafa sextán af síðustu átján árum verið hlýjari en það ár,“ segir í skýrslu loftslagsstofnunarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert