Vörturnar vega um fimm kíló

Vörturnar byrjuðu að myndast fyrir um tíu árum.
Vörturnar byrjuðu að myndast fyrir um tíu árum. AFP

Abul Bajandar er einnig þekktur sem trémaðurinn vegna vartna sem minna helst á rætur trés sem hylja hendur hans og fætur. Hann er nú á leið í aðgerð til þess að láta fjarlæga vörturnar sem byrjuðu að myndast fyrir 10 árum. Vörturnar eru afar þungar og vega um fimm kíló.

„Í fyrstu hélt ég að þær væru meinlausar,“ sagði hinn tuttugu og sex ára gamli Bajander í viðtali við AFP fréttastofuna. „Fljótlega hætti ég að geta unnið út af þeim. Núnu eru þetta tugir vartna á höndum á mér og nokkrar minni á fætinum.“

Það er hópur lækna á Dhaka Medical College spítalanum í Bangladesh sem mun framkvæma aðgerðina. Búið er að rannsaka vörturnar og ganga úr skugga um að með því að fjarlægja þær sé ekki verið að skemma mikilvægar taugar eða auka líkur á öðrum heilsufarsvandamálum.

Bajander varð fyrst var við vörturnar sem unglingur en þá byrjuðu þær að dreifa sér hratt. Eftir greiningu hefur komið í ljós að vörturnar eru afleiðing gríðarlega sjaldgæfs húðsjúkdóms sem Bajander þjáist af. Hann segist í fyrstu hafa reynt að klippa þær af en fljótlega hætt því vegna sársaukans sem fylgdi. 

„Almennt er þetta þekkt sem trésjúkdómurinn,“ segir Samanta Lal Sen sem starfar hjá DMCH spítalanum. „Við vitum um þrjú tilfelli af sjúkdóminum í heiminum og þar með talinn er Bajander. Þetta er fyrsta tilfellið í Bangladesh.“

Adhuri Bibi, eldri systir Bajandar, segir að í gegnum árin hafi fjöldi fólks komið í heimsókn á heimili þeirra systkina í Khulna til þess að fá að sjá trémanninn. „Meira segja hafa nokkur hundruð komið hingað á spítalann,“ sagði Bibi í samtali við AFP.

Bajander er nú á leið í aðgerð til þess að …
Bajander er nú á leið í aðgerð til þess að láta fjarlægja vörturnar sem eru afleiðing sjaldgæfs húðsjúkdóms. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert