Höfnuðu sviptingu ríkisborgararéttar

Sænska leyniþjónustan hefur borið kennsl á 292 einstaklinga sem yfirgáfu …
Sænska leyniþjónustan hefur borið kennsl á 292 einstaklinga sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslam. 133 snéru aftur. AFP

Sænska þingið hefur hafnað tillögum Svíþjóðardemókrata sem snéru að því að einstaklingar sem hefðu hlotið dóm fyrir hryðjuverk yrðu sviptir ríkisborgararétti sínum. Franskir þingmenn samþykktu hins vegar samhljóðandi tillögu í dag.

Tillagan sem lögð var fyrir sænska þingið hlaut aðeins atkvæði þingmanna Svíþjóðardemókrata, 236 greiddu atkvæði gegn tillögunni en þingmenn Vinstriflokksins sátu hjá.

Þingið samþykkti hins vegar nýja og stranga hryðjuverkalöggjöf, sem felur m.a. í sér refsiákvæði vegna þeirra sem ferðast utanlands til að taka þátt í hryðjuverkastarfsemi.

Sænska leyniþjónustan hefur borið kennsl á 292 einstaklinga sem hafa yfirgefið Svíþjóð frá 2013 í þeim tilgangi að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslam. 133 snéru aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert