Hryllileg meðferð á dýrum

Sláturhúsið í Le Vigan,
Sláturhúsið í Le Vigan, AFP

Myndskeið sem tekið var upp með leynd í sláturhúsi í Suður-Frakklandi hefur vakið hörð viðbrögð en þar sést skelfileg meðgerð á dýrum. Sláturhúsið er vottað (certifié bio) sem á að þýða að sláturaðferðir séu mannúðlegri en annars gengur og gerist.

Á myndskeiðinu sést þar sem rollum er hent, stjörfum úr hræðslu, utan í járngreindur. Kýr sem búið er að skera á háls berjast um hangandi á löppunum og svín sem engjast sundur og saman eftir raflost.

Það eru dýraverndarsamtökin L214 sem birtu myndskeiðið í morgun en það var tekið upp í „dýravænu“ sláturhúsi í  Vigan í Gard sýslu.

 Johanne Mielcarek frá samtökunum L214 segir í viðtali við The Local að það sé ekki endilega samansem merki með því að sláturhús séu vottuð og að mannúðlegum aðferðum sé beitt við slátrunina.

Starfsfólk sést lemja kind og einn starfsmaður heyrist hlægja þegar sér um að veita rollu raflost í þeim eina tilgangi að sjá viðbrögð kindarinnar.

Annars staðar á myndskeiðinu má sjá dýr hangandi á einum fæti og fleiri dýraníð má sjá í myndskeiðinu sem er alls ekki fyrir viðkvæma.

Saksóknari hefur hafið rannsókn á starfsemi sláturhússins eftir að myndskeiðið var birt á netinu.

Sláturhúsið í Le Vigan
Sláturhúsið í Le Vigan AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert