Virtist vera sokkin til botns

Google Maps

Mynd af flugvél sem virðist vera sokkin til botns í Lake Harriet í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í ríkinu hafði engin flugvél brotlent á þessum slóðum og því var ekki ljóst hvaðan brakið kom.

Myndin er af Google Maps og segir talskona Google að málið sé ekki jafn dularfullt og það hafi hugsanlega hljómað í fyrstu. Líklegt sé að vélin hafi flogið yfir vatnið á sama tíma og verið var að mynda svæðið og þannig hafi skugginn myndast.

Vatnið er skammt frá Minneapolis-St. Paul flugvellinum þar sem fleiri en 400 þúsund flugvélar lenda og taka á loft á hverju og styður það kenningu Google. Þá er oft flogið yfir vatnið.

Frétt Independent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert