Vatíkanið opnar dyr sínar fyrir nýja maka

Frans páfi telur fráskilda eiga að geta tekið fullan þátt …
Frans páfi telur fráskilda eiga að geta tekið fullan þátt í starfi kaþólsku kirkjunnar. AFP

Siðareglur Vatíkansins hafa verið endurritaðar til að gera fráskildum kaþólskum þjóðarleiðtogum og nýjum mökum þeirra fært geta átt í sameiningu fund með Frans páfa, að því er AFP fréttastofan hefur fengið staðfest frá páfadómi.

Ólíklegt er talið að þessi breyting á siðareglunum verði kynnt opinberlega, en þegar hefur reynt á hana er forseti Argentínu Mauricio Macri heimsótti páfa sl. laugardag ásamt þriðju eiginkonu sinni, Juliönu Awada.

Fyrri siðareglur hefðu krafist þess að Awada væri í öðru herbergi á meðan hún biði þessa ð hitta páfa að lokinni áheyrn eiginmanns síns – og að lokinni opinberri myndatöku forsetans og páfa.

Siðareglurnar byggðu á þeirri skoðun að æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar ætti ekki opinberlega að samþykkja sambönd, sem kenningar kaþólsku kirkjunnar flokka sem hórdóm nema fyrra hjónaband hafi fengist ógilt.

Frá því að Frans tók við embætti páfa 2013 hefur hann unnið að því að draga úr dómhörku kaþólsku kirkjunnar gagnvart skilnaði og fært rök fyrir því að fráskildir og þeir sem giftast aftur eigi að geta tekið fullan þátt í starfi kirkjunnar.

Í dag er staðan sú að ný hjónabönd eru talin ógild og þeim sem giftast á ný er bannað að ganga til altaris.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert