Konunum verði ekki refsað

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump hefur dregið til baka þau ummæli sín að grípa þyrfti til einhvers konar refsingar fyrir konur sem færu í fóstureyðingu ef slíkt yrði gert ólöglegt. Ummælin kölluðu á hörð viðbrögð. Trump sagði í kjölfarið að aðeins ætti að refsa þeim sem framkvæmdu ólöglegar fóstureyðingar. Ekki konunum sjálfum.

Þrátt fyrir þetta sagði Trump að afstaða hans væri óbreytt samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC en hann er hlynntur því að banna fóstureyðingar nema í ákveðnum undantekningartilfellum. Fóstureyðingar hafa verið löglegar í Bandaríkjunum frá árinu 1973. Trump hefur verið sakaður um að hafa áður stutt fóstureyðingar þegar hann var demókrati en í dag er hann þátttakandi í forvali Repúblikanaflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert