Gáfu „manninum með hattinn“ peninga

Mohammed Abrini
Mohammed Abrini AFP

Tveir menn komu fram fyrir dómara í Lundúnum í dag en þeir eru grunaðir um að hafa gefið „manninum með hattinn“ peninga en hann er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í París og Brussel.

Mohammed Ali Ahmed og Zakaria Boufassil eru báðir 26 ára gamlir. Þeir eru sakaðir um að hafa gefið Mohammed Abrini 3.000 pund þegar hann var í Birmingham á síðasta ári.  Þá er Soumaya Bouffasil einnig ákærð fyrir að hafa hjálpað til við að safna peningum til hryðjuverka með Ahmed.

Ahmed er breskur ríkisborgari en Bouffasil systkinin eru Belgar af marókósum uppruna. Þau búa þó öll í Birmingham.

Þau eru enn í haldi lögreglu en eiga að koma fram fyrir dómara í Lundúnum 13. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert