Styður ekki Trump sem forsetaefni

Paul Ryan forseti fulltrúardeildar þingsins styður ekki Trump sem forsetaframbjóðanda …
Paul Ryan forseti fulltrúardeildar þingsins styður ekki Trump sem forsetaframbjóðanda flokksins. WIN MCNAMEE

Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hann geti eins og er ekki stutt Donald Trump sem forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.

Trump ætti útnefningu flokksins skilið, en hann yrði að gera meira til að sameina flokkinn eftir harða kosningabaráttu þar sem Trump hefði látið ýmis móðgandi ummæli falla.

Ryan gegnir æðsta embætti repúblikana á þingi, en fyrrverandi Bandaríkjaforsetarnir þeir George W. Bush og George H. W. Bush hafa einnig sagt að þeir styðji ekki hinn umdeilda frambjóðanda.

„Ég held að margir repúblikanar vilji sjá að frambjóðandi repúblikana standi fyrir stefnu flokksins,“ sagði Ryan í viðtali við CNN.  

Paul Ryan var meðal varaforsetaefna flokksins í síðustu forsetakosningum, ásamt Mitt Romney, og sá orðrómur hefur loðað við að Ryan muni tilkynna á síðustu stundu að hann sækist eftir útnefningu flokksins. Hann hefur hins vegar ítrekað neitað því að hafa slíkt í huga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert