Kahn næsti borgarstjóri Lundúna

Sadiq Khan er fyrsti músliminn til að gegna embætti borg­ar­stjóra …
Sadiq Khan er fyrsti músliminn til að gegna embætti borg­ar­stjóra í evr­ópskr­i höfuðborg­. AFP

Sa­diq Khan hefur verið kjörinn næsti borgarstjóri Lundúna. Þetta var staðfest nú í kvöld og bar Kahn sigurorð af Zac Goldsmith borgarstjóraefni Íhaldsmanna.

Khan er þingmaður og fyrrverandi ráðherra Verkamannaflokksins. Hann er son­ur strætóbíl­stjóra frá Pak­ist­an er fyrsti músliminn til að gegna embætti borg­ar­stjóra í evr­ópskr­i höfuðborg­.

Kjör hans þykir, að sögn fréttavefjar BBC, ákveðinn sigur fyrir Verkamannaflokk Jeremy Corbyns, eftir slælega útkomu flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Skotlandi þar sem hann tapaði hluta þingsæta sinna.

Khan verður þriðji borgarstjóri Lundúna, en hann tekur við af íhaldsmanninum litríka Boris Johnson, sem verið hefur borgarstjóri í Lundúnum frá því 2008.

Stefnir í sigur Khan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert