Yildirim verður forsætisráðherra

Recep Tayyip Erdogan (til hægri) ásamt Yildirim í forsetahöllinni í …
Recep Tayyip Erdogan (til hægri) ásamt Yildirim í forsetahöllinni í Ankara í dag.

Recep Tayypip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur veitt nánum samstarfsmanni sínum, samgöngumálaráðherranum Binali Yildirim, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn sem forsætisráðherra eftir að Ahmet Davutoglu sagði embættinu af sér.

Edrogan veitti Yildirim umboðið á fundi í forsetahöllinni eftir að AKP-flokkurinn hafði kosið hann sem nýjan formann flokksins á landsfundi í dag.

Yldirim, sem er sextugur, var sá eini sem bauð sig fram í formannsembættið á landsfundinum og hlaut hann 1.405 atkvæði frá 1.470 fulltrúum.

Talið er að Davutoglu hafi ekki lengur verið í náðinni eftir að hann andmælti hugmyndum Erdogan, um að auka vald forsetans í landinu.

Frétt mbl.is: Forsætisráðherra Tyrklands víkur

Davutoglu mun gegna embætti forsætisráðherra næstu daga, eða þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert