Reyna að bjarga sveltandi sæljónum

Þúsundir sæljóna og sela svelta nú heilu hungri í Kaliforníu vegna hlýnunar Kyrrahafsins. Fjöldi dýralækna og sjálfboðaliða við Sjávardýramiðstöðina í San Francisco gerir sitt besta til að koma einhverjum dýranna til heilsu, meðal annars með því að neyða ofan í þau fiskblöndu.

Hlýnun Kyrrahafsins, meðal annars vegna El niño-veðurfyrirbrigðisins, hefur þýtt að sjávardýr sem sæljónin og selirnir nærast á hafa hörfað í dýpri og svalari sjó.

Þegar dýrin eru talin orðin nægilega hraust er þeim sleppt aftur út í hafið. Talið er að þrjú af hverjum fimm sæljónum sem miðstöðin bjargar lifi af í náttúrunni. Það er aðeins lítið brot af þeim hundrað þúsund sæljónahvolpum sem hafa drepist á undanförnum þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert