Krefjast dauðarefsingar yfir Roof

Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Loretta E. Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Loretta Lynch, hefur tilkynnt um að ákæruvaldið muni krefjast dauðarefsingar yfir Dylann Roof sem ákærður er vegna skotárásarinnar í kirkju í bænum Charleston í Bandaríkjunum sem tók líf níu svartra sóknarbarna. 

Ákærurnar fyrir alríkisdómstólnum eru í 33 liðum, þar á meðal ákæra fyrir ólöglegan vopnaburð, brot á friðhelgi trúarbragða og hatursglæpi.

Lynch segir að „eðli hinna meintu glæpa og harmur hinna eftirlifandi“ hafi orðið til þess að kosið var að krefjast dauðarefsingar.

Sjá frétt mbl.is: Ákærður fyrir hatursglæp

Lögreglan telur að árás Roofs hafi byggst á kynþáttahatri. Árás hans hófst eftir að hann hafði sótt biblíukennslu í Emanuel African Methodist Episcopal-kirkjunni í Charleston ásamt sóknarbörnunum sem hann er ákærður fyrir að hafa myrt.

Eftir að Roof var handtekinn á hann að hafa sagst viljað „koma af stað stríði á milli kynþátta.“ Hann segist jafnframt hafa næstum því hætt við að fremja ódæðið þar sem allir í kirkjunni hafi verið svo almennilegir við hann.

Málið vakti mikinn óhug vestanhafs vegna öfgakenndra skoðana hans. Þúsundir manna sóttu jarðarför barnanna, meðal annars sótti Barack Obama Bandaríkjaforseti jarðarför eins þeirra og flutti þar minningarorð.

Sjá frétt BBC.

Sjá frétt mbl.is: Roof vill játa sök

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...