Glee-stjarna tekin með barnaklám

Mark Salling.
Mark Salling. AFP

Bandaríski leikarinn Mark Salling, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Glee, var í gær ákærður fyrir að hafa haft barnaklám í fórum sínum. Samkvæmt ákærunni tók Salling við barnaklámi og geymdi á fartölvu sinni og á öðrum hörðum diski. Lagt var hald á efnið í húsleit lögreglu á heimili hans í Los Angeles í desember á síðasta ári.

Fram kemur í frétt AFP að um hafi verið að ræða þúsundir mynda og myndbanda með barnaklámi, aðallega þar sem ungar stúlkur komu við sögu. Salling stendur frammi fyrir 5–20 ára fangelsi ef hann verður sakfelldur fyrir að hafa tekið við barnaklámi. Þá getur hann einnig átt von á allt að 20 ára fangelsi vegna ákæru fyrir að hafa átt barnaklám.

Dómari tekur ákvörðun um það 3. júní hvort leikarinn verður látinn laus gegn tryggingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert