Lifði af sjóslys en drukknaði í vatni

Wikipedia

Karlmaður á þrítugsaldri frá Fílabeinsströndinni, sem lifði af þegar skip sem flutti hann yfir Miðjarðarhafið sökk á leiðinni til Evrópu, drukknaði í stöðuvatni á Norður-Ítalíu á dögunum.

Maðurinn, Lesine Sanune, bjó á hóteli skammt frá borginni Torino sem breytt hafði verið í heimili fyrir hælisleitendur. Fram kemur í frétt AFP að hann hafi ætlað að synda í vatninu eftir að hafa fengið sér að borða en ekki snúið aftur. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum síðar.

„Þetta er fáránlegt. Hann komst lífs af úr sjónum og deyr síðan með þessum hætti. Mér er orða vant,“ er haft eftir Silvönu Perrone sem rekur heimilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert