Gagnrýnir heræfingar NATO

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur gagnrýnt heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í austurhluta Evrópu. Sakar hann bandalagið um að hvetja til ófriðar.

Hann segir að heræfingarnar geti haft slæm áhrif á öryggi á svæðinu og aukið spennu í samskiptum bandalagsins við Rússa.

Betra væri að hætta æfingunum og auka þess í stað samvinnu við rússnesk stjórnvöld.

Inn­limun Rússa á Krímskaga í mars 2014 og and­ófsaðgerðir upp­reisn­ar­manna í aust­ur­hluta Úkraínu hafa valdið mörg­um NATO-ríkj­um áhyggj­um. Rúss­ar hafa einnig flutt Isk­and­er-flug­skeyti sem borið geta kjarna­vopn til Kalingrad, sem ligg­ur á milli Pól­lands og Eystra­salts­ríkj­anna.

Um 31 þúsund hermenn taka þátt í æfingunum, þar á meðal 14 þúsund frá Bandaríkjunum, 12 þúsund frá Póllandi og eitt þúsund breskir hermenn.

Æfingarnar eru haldnar á tveggja ára fresti.

Rússnesk stjórnvöld hafa margoft sagt að herir bandalagsins, sem eru í grennd við landamæri landsins, séu ógn við öryggi þeirra.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert