Talibanar rændu 25 manns af þjóðvegi í Afganistan

Mannrán verða æ algengari á þjóðvegum Afganistan.
Mannrán verða æ algengari á þjóðvegum Afganistan. AFP

Talibanar rændu í morgun um 25 manns sem þeir drógu úr rútu og pallbílum á þjóðvegi í suðurhluta Afganistan.  Að sögn yfirvalda í Afganistan er æ algengara að fólki sé rænt á þjóðvegum landsins.

Atburðurinn átt sér stað snemma í morgun í Washer-umdæmi Helmand-héraðs. „Þeir námu á brott um 25 manns allt karlmenn,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Omar Zwak, talsmanni fylkisstjóra Helmand.  Zwak gat ekki veit nákvæmari tölur, en sagði að mennirnir hefðu verið farþegar í rútu og tveimur pallbílum sem voru á leið frá Kandahar- til Herat-héraðs. „Nýjustu upplýsingar benda til þess að það hafi verið farið með þá í Marja umdæmi Helmand-fylkis. Leitar- og björgunaraðgerðir eru þegar hafnar,“ sagði hann.

Mikið er um talibana í Marja-umdæmi og kemur reglulega til átaka þar á milli talibana og afganska hersins.

Agha Jan, sem varð vitni að brottnámi mannanna, sagði AFP-fréttastofunni að mannræningjarnir hefðu verið klæddir að hermannasið og að þeir hefðu upphaflega tekið 37 manns. „Þeir slepptu konum og börnum síðar, en héldu körlunum,“ sagði hún.

Uppreisnarmenn úr röðum talibana segja að þeir hafi valið embættismenn afganskra stjórnvalda úr þeim sem voru um borð. „Brottnám þeirra byggði á á vitneskju sem við höfðum. Þeim sem eru saklausir verður síðan sleppt, en þeir sem starfa með strengjabrúðustjórninni í Kabúl munu þurfa að svara til saka fyrir íslamska dómstólnum,“ sagði í Twitter-skilaboðum frá uppreisnarmönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert