Vilja að ráðherrann segi af sér

Jorge Fernandez Diaz.
Jorge Fernandez Diaz. AFP

Krafist hefur verið afsagnar Jorge Fernandez Diaz, innanríkisráðherra Spánar, vegna samtals sem hann átti við embættismann þar sem hann virðist ræða leiðir til þess að bendla pólitíska andstæðinga við lögbrot. Þingkosningar verða á Spáni á sunnudaginn.

Fram kemur í frétt AFP að upptaka af samtalinu hafi verið lekið til fjölmiðla en þar ræði ráðherrann við embættismann í Katalóníu-héraði um að hann gæti beitt saksóknara til þess að hefja málaferli á hendur stjórnmálamönnum sem eru hlynntir sjálfstæði héraðsins. Þeim upplýsingum væri síðan hægt að leka í fjölmiðla.

Haft er eftir Pablo Iglesias frá stjórnmálaflokknum Podemos að innanríkisráðherrann, sem ætti að vernda alla borgara landsins, hefði reynt að misnota embættið til þess að hefja lögreglurannsókn á pólitískum andstæðingum sínum. „Ég tel að þetta kalli á tafarlausa afsögn.“

Krafist afsagnar innanríkisráðherrans.
Krafist afsagnar innanríkisráðherrans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert