Telja byssumann í herstöðinni

Andrews-herstöðin er í úthverfi Washington-borgar í Maryland-ríki.
Andrews-herstöðin er í úthverfi Washington-borgar í Maryland-ríki. AFP

Búið er að loka Andrews-herstöðinni í Maryland í Bandaríkjunum vegna upplýsinga um að byssumaður gangi laus á svæðinu. Byssumaðurinn er sagður „virkur“ í færslu herstöðvarinnar á Twitter.

Uppfært kl. 14.36: Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar segja lögregluyfirvöld að enginn byssumaður hafi fundist í herstöðinni.

Uppfærð frétt mbl.is: Enginn byssumaður í hestöðinni

Talsmaður flughersins, Derek White, segir í samtali við BBC að byssumaðurinn sé staddur inni í sjúkrahúsi í herstöðinni.

Herstöðin, þar sem flugvél forseta landsins, Air Force One, er geymd, er í úthverfi Washington-borgar. 

Starfsfólki í herstöðinni hefur verið fyrirskipað að leita skjóls og sjúkralið er komið á vettvang og í viðbragðsstöðu. AP-fréttastofan segir að sjúkrabílar með blikkandi ljós séu við herstöðina en þeir séu ekki með sírenur í gangi. Ekki er enn ljóst hvort að skotið hafi verið af byssu á svæðinu.

Í frétt BBC segir að talið sé að vart hafi orðið við byssumanninn á sama tíma og skotárásaræfing átti að fara fram í herstöðinni. 

Herstöðin er heimili fleiri þúsund hermanna og fjölskyldna þeirra. Barack Obama Bandaríkjaforseti spilar þar golf reglulega.

Herstöðinni var einnig lokað í síðasta mánuði eftir að kona kom þangað inn og sagðist vera með sprengju. Hún var handtekin en í ljós kom að um gabb var að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert