Ölvaðir flugmenn handteknir

Flugmennirnir áttu að fljúga vel Air Transat til Toronto.
Flugmennirnir áttu að fljúga vel Air Transat til Toronto. Af Wikipedia

Tveir flugmenn voru handteknir á flugvelli í Glasgow, grunaðir um ölvun, rétt áður en þeir áttu að fara að fljúga farþegaþotu til Kanada. 

Í frétt Sky kemur fram að tilkynnt hafði verið um ástand mannanna í gærkvöldi skömmu áður en þeir áttu að fljúga vél Air Transat, með 250 manns innanborðs, frá Glasgow til Toronto.

Lögreglumenn komu á staðinn og handtóku mennina en þeir eru 37 ára og 39 ára. Þeir eru grunaðir um að hafa ekki verið hæfir til flugsins vegna áfengisdrykkju.

Mennirnir eru enn í haldi en munu koma fyrir dómara síðar í dag.

Talsmaður Air Transat, sem er kanadískt flugfélag, staðfesti handtöku flugmannanna. Hann segir að farþegarnir hafi verið fluttir á hótel. Þeir fljúga til Toronto í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert