Stakk heila fjölskyldu í sumarfríi

Maðurinn lagði á flótta en var handsamaður af lögreglu.
Maðurinn lagði á flótta en var handsamaður af lögreglu. mbl.is/Wikipedia

Ráðist var á konu og þrjár dætur hennar á sumarleyfisstaðnum Garde Colombe í Frakklandi í dag. Í frétt Sky-fréttastofunnar kemur fram að ein stúlkan, átta ára gömul, berjist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Þá er móðir stúlknanna einnig alvarlega slösuð. Eldri systurnar, 12 og 14 ára, voru einnig fluttar á sjúkrahús með áverka.

Samkvæmt frétt Sky telja frönsk yfirvöld á árásarmaðurinn, sem einnig var gestur á sumarleyfisstaðnum, hafi ráðist á stúlkurnar þar sem þær voru út á verönd við sumarhús sitt. Hann hafi svo farið inn og stungið móður þeirra. 

Tildrög árásarinnar eru ókunn en svo virðist sem árásarmaðurinn hafi ekki þekkt fjölskylduna. 

Árásarmaðurinn er 37 ára karlmaður.  Hann reyndi í fyrstu að komast undan á bíl sínum en var að lokum handtekinn. 

Haft er eftir frönskum fjölmiðlum að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglunnar og er haft eftir borgarstjóra Garde-Colombe að fjölskyldu hans gruni að hann hafi glímt við veikindi.

Hann var í fríi á svæðinu ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert