Rousseff mætir ekki við opnun Ólympíuleikanna

Dilma Rousseff, sem hefur verið vikið úr embætti forseta Brasilíu, …
Dilma Rousseff, sem hefur verið vikið úr embætti forseta Brasilíu, vill sæti við hlið Michel Temer, sem gegnir forsetaembættinu til bráðabirgða, við opnunarathöfn ólympíuleikana. AFP

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, sem vikið var úr embætti vegna ásakana um spillingu, hefur tilkynnt að hún muni ekki taka þátt í opnunarathöfn Ólympíuleikanna sem hefjast í Ríó í næsta mánuði að því er greint er frá á fréttavef BBC. Ástæðuna segir Rousseff þá að hún vilji ekki vera við athöfnina á Marcana-íþróttaleikvanginum nema hún fái sæti við hlið Michels Temers, sem gegnir forsetaembættinu til bráðabirgða.

Talsmaður Temers segir að Rousseff hafi verið ætlað sæti fyrir neðan Temer ekki við hlið hans.

Forveri Rousseff í embætti, Luiz Inacio Lula da Silva, hefur einnig hafnað því að taka þátt í opnunarathöfn Ólympíuleikanna, en bæði hafa þau sagst sæta ofsóknum af hálfu Temers og stjórnmálaflokks hans.

Rousseff kann að verða vikið endanlega úr embætti tapi hún málaferlum sem hefjast stuttu eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Lula da Silva, sem hefur verið sakaður um spillingu, hafnar þeim ásökunum alfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert