Þurfa að endurskipuleggja herinn

Búið er að reka helminginn af öllum hershöfðingjum tyrkneska hersins.
Búið er að reka helminginn af öllum hershöfðingjum tyrkneska hersins. AFP

Helstu yfirmenn tyrkneska hersins hittust í dag til að ræða endurskipulagningu hans í kjölfar þess að um helmingur allra hershöfðingja var rekinn eftir misheppnað valdarán í landinu. Yfirvöld í Tyrklandi hafa gengið langt í að reka fólk úr störfum og fangelsa eftir valdaránstilraunina. Þannig hafa 149 hershöfðingjar verið reknir eða um helmingur þeirra allra. 

Langt hefur einnig verið gengið á öðrum sviðum. Þannig hefur 131 dagblaði, sjónvarpsstöð og öðrum fjölmiðlum verið lokað á meðan neyðarlög Recep Tayyip Erdogans forseta eru í gildi næstu þrjá mánuðina. 

Eftirmál valdaránstilraunina hafa áhrif víða í tyrknesku samfélagi. Af þessu segist Angela Merkel, kanslari Þýskalands hafa áhyggjur. Hún segir að aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gangi langt. 

Fundur hershöfðingjana í dag stóð í fimm klukkustundir. Hann sátu auk yfirmanna hersins forsætisráðherrann Binali Yildirim og fleiri embættismenn. Áður en fundinum lauk fór forsætisráðherrann til forsetahallarinnar og kynnti niðurstöðu hans fyrir Erdogan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert