60 ára giftist 6 ára stúlku

Afgönsk stúlka. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Afgönsk stúlka. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Aldraður afganskur klerkur hefur verið handtekinn fyrir að giftast 6 ára stúlku. Mohammad Karim, sem er sagður um 60 ára gamall, er haldið í Ghor-héraði en hann heldur því fram að stúlkan hafi verið gjöf til sín frá fjölskyldu hennar.

Samkvæmt fjölskyldunni var stúlkunni hins vegar rænt. Hún er sögð þjást af áfallastreituröskun.

„Stúlkan talar ekki en segir endurtekið: Ég er hrædd við þennan mann,“ segir Masoom Anwari, framkvæmdastjóri málefna kvenna í Ghor.

Stúlkan hefst nú við í kvennaathvarfi í Ghor en foreldrar hennar eru á leið til hennar. Þau eru búsett í héraðinu Herat, sem liggur að landamærunum við Íran.

Skammt er síðan 14 ára þunguð stúlka var brennd til bana í Ghor, en að sögn fjölskyldu hennar var hún pyntuð og brennd af fjölskyldu eiginmanns síns. Ættingjar eiginmannsins hafa hins vegar haldið því fram að stúlkan hafi sjálf kveikt í sér.

Samkvæmt afgönskum lögum mega stúlkur ganga í hjónaband 16 ára gamlar en þrátt fyrir það leiddi könnun Save the Children í ljós að 15% kvenna undir 50 ára höfðu gengið í hjónaband fyrir 15 ára aldur. Næstum helmingur var giftur áður en þær urðu 18 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert