Hótun á Schiphol-flugvelli í Amsterdam

Schiphol flugvöllur í Amsterdam
Schiphol flugvöllur í Amsterdam AFP

Öryggisgæsla var aukin á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í dag í kjölfar hótunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum í borginni, en AFP-fréttastofan greinir frá málinu. Þar kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á flug. 

„Á sameiginlegum fundi borgarstjóra, ríkissaksóknara, yfirmanna hjá herlögreglunni og hryðjuverkalögreglunni var ákveðið að grípa til aukinna aðgerða,“ sagði í yfirlýsingunni. „Flugvöllurinn verður áfram opinn og starfsemi heldur áfram óbreytt.“

Þá kemur fram að ákvörðunin komi í kjölfar hótunar, en ekki er ljóst um hvernig hótun ræðir. Í yfirlýsingunni segir að aðgerðirnar verði bæði sýnilegar og ósýnilegar, en farþegar verði væntanlega varir við fleiri lögreglumenn á flugvellinum en áður.

Schiphol er einn fjölfarnasti flugvöllur í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert