Samkynhneigðir enn á sakaskrá

Allianz Arena í Berlín.
Allianz Arena í Berlín. AFP

Fram til ársins 1994 var kynlíf á milli tveggja karlmanna refsivert í Þýskalandi. Enn er fjöldi karlmanna í landinu á sakaskrá lögreglunnar vegna slíkra brota, 22 árum eftir að lögin voru felld úr gildi.

Dómsmálaráðherra landsins, Heimo Maas, hefur lagt fram frumvarp sem á að þurrka þessa „glæpi“ af sakaskrá viðkomandi karlmanna auk þess sem greiða á þeim skaðabætur. Nú hefur flokkur Græningja á þýska þinginu kastað sér inn í baráttuna. „Risavaxinn blett á réttarríkinu,“ kalla þingmenn flokksins málið og reyna ásamt dómsmálaráðherranum að ná samstöðu allra flokka um málið á þinginu.

Alls voru um 50 þúsund þýskir karlmenn dæmdir fyrir kynlíf með öðrum karlmanni á árunum 1945–1994, flestir á árunum 1950–1965. Sumir þeirra voru dæmdir í fangelsi. Árið 1990 voru 96 karlmenn dæmdir fyrir brot á „ákvæði 175“ í þýsku hegningarlögunum. „Frá árinu 1945 hefur ákvæði 175 ekki bara eyðilagt líf 50 þúsund homma heldur hefur ákvæðið líka þvingað fjölda karlmanna til að opinbera kynhneigð sína og tekið af þeim friðhelgi einkalífs þeirra,“ segir Markus Ulrich, talsmaður landssamtaka samkynhneigðra í Þýskalandi, í samtali við Tageschau.

Sjá frétt Spiegel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert