Tyrkir flytja íbúa landamærabæjar á brott

Kúrdískur lögreglumaður fylgist með aðgerðum vígamanna Ríkis íslams í borginni …
Kúrdískur lögreglumaður fylgist með aðgerðum vígamanna Ríkis íslams í borginni Hasakeh. Tyrkneski herinn hefur gert árásir á sveitir kúrda í Sýralandi til að hindra þá að ná landamærabænum Jarablus á sitt vald. AFP

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa skipað íbúum landamærabæjarins Karkamis að flytja sig á brott eftir að sprengjuvörum var varpað á bæinn frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, hinum megin landamæranna, í Sýrlandi.

Karkamis er í nágrenni bæjarins Jarablus, sem er á valdi Ríkis íslams og sem búist er við að sýrlenskir uppreisnarmenn  reyni að ná á vald sitt með stuðningi tyrkneskra yfirvalda á næstu dögum.

Yfirvöld í Tyrklandi segja Ríki íslams bera ábyrgð á sjálfsvígsárás sem varð 54 að bana í brúðkaupi í bænum Gaziantep í suðurhluta landsins um helgina. Tyrknesk stjórnvöld segja að hrekja verði Ríki íslams á brott frá landamærahéruðum Sýrlands. Tyrkneski herinn hefur þó einnig gert árásir á uppreisnarsveitir kúrda í Sýrlandi til að hindra þá í að ná Jarablus á sitt vald.

Hátalarar voru notaðir til að skipa fólki að yfirgefa Karkamis og rútur voru sendar til að koma þeim á brott sem ekki áttu bíla.

Fréttaritari BBC í Tyrklandi segir brottflutninginn þó ekki endilega þýða að árás á Jarablus sé í undirbúningi, heldur kunni ástæðan að vera árásir vígamanna á Karkamis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert