Obama náðar 111 fanga

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, náðaði í dag 111 fanga sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa brotið gegn vímuefnalöggjöf landsins. Bætast þeir við 214 fanga sem Obama náðaði fyrr í mánuðinum og er heildarfjöldi þeirra sem Obama hefur náðað í ágúst því orðinn 325 sem er met í náðunum í einum mánuði.

Í heild hefur Obama náðað 673 fanga á þeim tíma sem hann hefur gegnt embætti forseta. Það er meiri fjöldi en hjá síðustu 10 forsetum samanlagt.

Með þessum aðgerðum er Obama að ýta undir umbætur í réttarkerfinu, en í Bandaríkjunum eru nú hlut­falls­lega flest­ir íbú­ar í fang­els­um, en hlut­fallið er hæst meðal svartr­a og fólks frá Rómönsku-Am­er­íku.

Þeir sem helst hafa hagnast á náðunum forsetans eru þeir sem hafa framið ofbeldislausa glæpi og teljast ekki lengur ógn við samfélagið. Flestir eru lágt settir eiturlyfjasalar sem hlutu þungar refsingar vegna réttarkerfis sem dæmir mjög þunga dóma í slíkum málum. Þriðjungur mannanna hafði hlotið lífstíðardóma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert