Talsmaður Ríkis íslams drepinn

Abu Mohammad al-Adnani al-Shami var drepinn í loftárás Bandaríkjanna í …
Abu Mohammad al-Adnani al-Shami var drepinn í loftárás Bandaríkjanna í dag. Hér sést hann á mynd frá því árið 2012. AFP

Talsmaður og einn af helstu leiðtogum Ríkis íslams, Abu Muhammad al-Adnani, féll í stríðsátökum, en þetta staðfestir Amaq News Agency, opinber fréttaveita samtakanna, í dag. Adnani var þekktur fyrir áköll sín um að stuðningsmenn samtakanna í Evrópu og Ameríku fremdu hryðjuverk einir síns liðs (e. lone-wolf attacks). 

Adnani var einn af stofnendum samtakanna og er talinn hafa verið á bak við margar árásir í Evrópu og víðar. Í yfirlýsingu Amaq kemur ekki fram hvernig Adnani hafi látist, en BBC hefur eftir fulltrúa hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að loftárásum í dag hafi verið beint að háttsettum liðsmönnum samtakanna á al-Bab svæðinu nálægt Aleppo. Tekið er fram hjá Amaq að Adnani hafi látist á sama svæði.

Adnani var fæddur árið 1977 í bænum Banash og var nefndur Taha Sobhi Falaha. Hann var einn af fyrstu erlendu hermönnunum sem komu til Írak árið 2003 til að berjast gegn innrás Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert