12 flugfarþegar slasast í loftókyrrð

Flugvélin var af gerðinni Boeing 767 og var á leiðinni …
Flugvélin var af gerðinni Boeing 767 og var á leiðinni frá Texas til Bretlands. AFP

Tólf manns, þar á meðal þrjú börn, slösuðust er farþegavél lenti í mikilli og óvæntri ókyrrð í lofti. Atvikið varð til þess að flugvélin sem var frá bandaríska flugfélaginu United Airles óskaði eftir neyðarlendingu á Írlandi.

Farið var með tíu farþega og tvo áhafnarmeðlimi á háskólasjúkrahúsið í Limerick til aðhlynningar skömmu eftir að flugvélin lenti á Shannon-flugvellinum um sexleytið í morgun. Allir, utan einn áhafnarmeðlimur hafa nú verið útskrifaðir af spítalanum með skurði, mar og minniháttar höfuðmeiðsl. Að sögn talsmanns spítalans er sá sem ennþá er á sjúkrahúsinu enn í rannsóknum.

Farþegavélin er af gerðinni Boeing 767-300 og var á leið frá Houston í Texas til Lundúna þegar henni var beint til lendingar á Shannon-flugvelli, sem er í Clare-sýslu.

207 farþegar voru um borð í vélinni ásamt 13 manna áhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert