Flugbeitt þrátt fyrir háan aldur

Ernst Christiansen og Lis Therkildsen með sverðið.
Ernst Christiansen og Lis Therkildsen með sverðið. Ljósmynd Museum Vestsjælland

Nýverið fundu sjálfmenntaðir fornleifafræðingar þrjú þúsund ára gamlt sverð á Vestur-Sjálandi. Um er að ræða 82 cm sverð frá bronsöld en sverðið fannst skammt frá bænum Svebølle, samkvæmt upplýsingum frá þjóðminjasafni Vestur-Sjálands.

Ernst Christiansen og Lis Therkildsen eru áhugafólk um fornminjar og gripu málmleitartæki með í göngutúr nýverið. Tækið gaf til kynna að eitthvað leyndist neðanjarðar og ákváðu þau að kanna hvað væri þar að finna. Þegar þau höfðu grafið um 30 cm niður rákust þau á hjalt sverðsins og sáu strax að það væri gamalt. Þau því samband við safnið og fengu sérfæðing þess, Arne Hedegaard í lið með sér og grófu það upp.

Samkvæmt tilkynningu frá safninu er sverðið ótrúlega vel varðveitt og svo vel að egg þess er flugbeitt ennþá. Talið er að það sé síðan 1100 til 900 fyrir Krist.

Nánar má lesa um sverðið hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert