Dó eftir að hafa kveikt í konu sinni

Hópur flóttamanna í Berlín. Mynd úr safni.
Hópur flóttamanna í Berlín. Mynd úr safni. AFP

45 ára flóttamaður sem haldið hefur til í Þýskalandi lést eftir að hafa reynt að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni. Í frétt AFP er greint frá því að maðurinn hafi kveikt í konunni og skilið hana eftir svo illa særða að flytja þurfti hana á sjúkrahús með þyrlu.

Atvikið átti sér stað í bænum Rüdesheim, þar sem íbúafjöldinn er í kringum 10 þúsund manns. Ekki er vitað hvers lenskur maðurinn er en AFP greinir frá því að leiðir hjónanna hafi skilið fyrir nokkru. Tveir til viðbótar slösuðust í eldsvoðanum, en 14 manns búa í húsinu þar sem eldurinn varð.

Þýskaland tók á móti u.þ.b. milljón flóttamönnum á síðasta ári og er búist við að fjöldinn verði í kringum 300 þúsund á þessu ári. Stjórnvöld hýsa flóttamennina m.a. á farfuglaheimilum, íþróttahúsum og herbúðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert