Ríki íslams segir blómasala skotmark

Blómasalinn Stephen Leyland átti síst von á því að enda …
Blómasalinn Stephen Leyland átti síst von á því að enda í áróðursriti Ríkis íslams. ljósmynd/Steventheflowerman.co.uk

Blómasali í bænum Wilmslow á Norður-Englandi er sagður réttdræpur í áróðurstímariti á vegum liðsmanna Ríkis íslams þar sem birt er mynd af honum. Í ritinu eru fylgismenn samtakanna hvattir til að úthella blóði vesturlandabúa, jafnvel blómasala. Maðurinn segir birtinguna koma sér verulega á óvart.

Myndin af hinum 64 ára gamla Stephen Leyland birtist í tímaritinu Rumiyah. Hún var tekin af vefsíðu fyrirtækis hans en í myndatexta með henni í áróðursritinu segir að stuðningsmenn samtakanna ættu að „úthella blóði jafnvel kátra krossfaraborgara sem selja vegfarendum blóm“.

„Ég er ekki hræddur en ég hef áhyggjur af því að þessi mynd sé í þessu tímariti. Ég þekki enga jíhadista. Viðskiptavinir mínir eru frá Alderley Edge, eiginkonur fótboltamanna og þess lags fólk,“ segir Leyland sem hefur meðal annars selt knattspyrnustjörnunni fyrrverandi David Beckham blóm.

Hryðjuverkavarnardeild lögreglunnar ræddi við Leyland í gær vegna myndbirtingarinnar og hótananna.

Í tímaritinu Rumiyah er hvatt til ofbeldisverka gegn fólki á vesturlöndum. Þar eru meðal annars börn að leik í almenningsgörðum og gamlir menn að kaupa hádegismatinn sagðir lögmæt skotmörk árása.

Frétt The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert