Skaut 13 ára dreng til bana

Tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi.
Tæknideild lögreglunnar að störfum á vettvangi. AFP

Þrettán ára gamall svartur drengur var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni í Ohio-ríki í vikunni. Pilturinn á að hafa tekið loftbyssu upp úr buxnastreng sínum þegar hann var handtekinn í tengslum við vopnað rán. Yfirvöld í Ohio biðja almenning um að halda ró sinni á meðan málið er rannsakað en lögreglumaðurinn hefur verið sendur í leyfi.

Samkvæmt fréttum BBC og New York Times var lögreglan kölluð út vegna vopnað ráns miðborg Columbus í Ohio-ríki þegar lögreglumennirnir sáu þrjá unga menn sem svipaði til lýsingar á ræningjunum sem fórnarlambið hafði gefið lögreglu. Alls var ránsfengurinn 10 Bandaríkjadalir, tæpar 1.200 krónur. Tveir mannanna hlupu í burtu en lögregla elti þá inn í húsasund. Þar, að sögn lögreglunnar, dró drengurinn, Tyree King, upp byssuna og skaut annar lögreglumannanna Tyree King ítrekað. Lögreglan segir að Tyre hafi verið með raunverulegt vopn, það er loftbyssu (BB gun), á sér. Tyree King var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. 

Lögreglumenn við Hoffman Avenue skammt frá þeim star þar sem …
Lögreglumenn við Hoffman Avenue skammt frá þeim star þar sem Tyre King var skotinn til bana AFP

Félagi Kings, sem var með honum í húsasundinu, var yfirheyrður og látinn laus. Þess þriðja er enn leitað. 

Á blaðamannafundi í gær bað borgarstjórinn í Columbus, Andrew Ginther, borgarbúa um að halda ró sinni en hann hafði áður sagt að það væri eitthvað að í landi þar sem atburður sem þessi gerist. „Og þrettán ára gamall drengur er látinn í Columbus-borg vegna byssu- og ofbeldis þráhyggju okkar,“ sagði Ginther í gær.

Í símatali til neyðarlínunnar segir fórnarlambið að ránsfengurinn sé aðeins 10 dalir. Eins að vopnið sem þeir voru með líkist Ruger skammbyssu. Nokkrum mínútum síðar má heyra sírenur á bak við og svo heyrist sá sem hringdi segja: „Hann er að skjóta hann! ó guð minn góður.“

Lögreglustjórinn í Columbus, Kim Jacobs, segir að byssan liti næstum því alveg eins út eins og skammbyssa. Lögreglumaðurinn, Brian Mason, þrautþjálfaður lögreglumaður, hefur verið sendur í leyfi en samkvæmt skýrslum lögreglu skaut hann mann til bana árið 2012 en sá hélt manni í skotbardaga. Ekki þótti neitt óeðlilegt við það hvernig Mason brást við þar. 

Frétt NYT

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert